Tilkynnt um mannlausan kajak

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Gamla Þjórsárbrúin. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Björgunarsveitir á svæði 3 og 16 voru kallaðar til kl. 16:49 í dag, ásamt því að óskað var eftir útkalli þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar tilkynnt var um mannlausan kajak á reki í Þjórsá við brúna á Þjóðvegi 1.

Útkallið var afturkallað kl. 17:02 þegar lögregla hafði fundið tvo kajakræðara sem höfðu misst báta sína frá sér en voru sjálfir heilir á húfi á þurru landi skammt frá gömlu Þjórsárbrúnni.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti