Slasaðist við Seljavallalaug

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Seljavallalaug. Mynd úr safni.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vík og Hvolsvelli fóru í nótt að Seljavallalaug undir Eyjafjöllum.

Þar hafði ung kona runnið í fjallshlíð og slasað sig á fæti allnokkuð frá vegi.

Tveir hópar björgunarmanna fóru á vettvang en bera þurfti konuna allnokkra vegalengd svo og vaða yfir á áður en hægt var að komast að sjúkrabíl. Tókst það um þrjúleytið í nótt og var henni þá ekið á sjúkrahús til aðhlynningar. 

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti