Áttan tryllti lýðinn

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Það var rífandi stemmning og sungið með í öllum lögum. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Einn af hápunktum Kótelettuhátíðarinnar hjá yngri kynslóðinni var þegar Áttan steig á svið í Sigtúnsgarðinum í dag.

Það var rífandi stemmning og sungið með í öllum lögum. Mikill fjöldi fólks var saman kominn í bæjargarðinum og fóru hátíðarhöldin vel fram.

Gleðin heldur áfram í kvöld á útisviðinu við Hvíta húsið þar sem Páll Óskar, Love Guru, Stuðmenn, Úlfur Úlfur og Stuðlabandið koma fram.

Á morgun verður dagskemmtun í Sigtúnsgarðinum þar sem boðið verður upp á markaði, tívolí og vatnabolta svo eitthvað sé nefnt, Brúðubíllinn mætir á svæðið og karamellum mun rigna úr loftinu.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti