Stóra grillsýningin í fyrsta sinn á Kótelettunni

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Það verður nóg um að vera í Sigtúnsgarðinum eftir hádegi á morgun. Ljósmynd/kotelettan.is

Á fjölskyldu- og grillhátíðinni Kótelettan sem hefst á Selfossi í dag verður nú í fyrsta sinn sérstök grillsýning, Stóra grillsýningin 2017, í Sigtúnsgarðinum á morgun, laugardag.

Þar gefst grilláhugamönnum sérstakt tækifæri á að kynna sér allt á grillið sem íslenskir framleiðendur hafa uppá að bjóða og frábært úrval af grillum frá fjölda framleiðenda.

Það verður nóg um að vera í Sigtúnsgarðinum eftir hádegi á morgun en boðið verður upp á fjölbreytta barnaskemmtun auk þess sem Götugrillmeistarinn 2017 verður krýndur.

Tónlistarhátíð Kótelettunnar hefst í kvöld en þá koma meðal annars fram Amabadama, Aron Can, Áttan og Emmsjé Gauti á útisviði við Hvítahúsið.


  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti