Búið að loka sundlauginni og íþróttahúsinu

Laugarvatn. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Sund­laug­in og íþrótta­húsið á Laug­ar­vatni lokaði 1. júní síðastliðinn. Sveit­ar­stjórn Blá­skóga­byggðar og rík­ið vinna að því að finna lausn á rekstri íþrótta­manna­virkj­anna eft­ir að Há­skóli Íslands hætti rekstri þeirra.

„Þetta tek­ur tíma. Við erum að vinna í þessu,“ seg­ir Valtýr Val­týs­son, sveit­ar­stjóri Blá­skóga­byggðar, í samtali við mbl.is. Viðhald á mann­virkj­un­um er brýnt og er þörf­in á því upp­söfnuð. Valtýr vildi ekki greina ná­kvæm­lega hver viðhaldskostnaður­inn er. Unnið er að því að fara yfir ástand og viðhald eign­anna.

„Við leggj­um ríka áherslu á að leysa þetta mál sem fyrst því mann­virk­in eru mik­il­væg fyr­ir sam­fé­lagið,“ seg­ir Valtýr. Hann er vongóður um að það ná­ist í þess­um mánuði.

Frétt mbl.is

Fyrri greinStígurinn að Brúarfossi orðinn að drullusvaði
Næsta greinJónas með sunnudags-hugvekju alla sunnudaga í sumar