Veikur ferðamaður við Svartafoss

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Svartifoss. Ljósmynd © Mats Wibe Lund

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Öræfum, á Klaustri og frá Höfn voru kallaðar út fyrir stundu vegna alvarlegra veikinda hjá ferðamanni sem staddur var við Svartafoss í Skaftafelli.

Björgunarmenn úr Öræfum voru snöggir á staðinn, bjuggu um manninn og báru hann nokkra vegalengd að vegi þar sem sjúkrabíll tók við honum.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti