Eyravegurinn opinn á ný

Opnað var fyrir umferð um Eyraveg á nýjan leik síðdegis á laugardag, viku fyrr en áætlað var, en framkvæmdir standa yfir í sumar á gatnamótum Eyravegar og Kirkjuvegar.

„Eyraveginum var lokað 24. apríl síðastliðinn og var þá gert ráð fyrir að gatamótin yrðu lokuð í sex vikur. Núna, fimm vikum seinna, er búið að opna fyrir umferð um Eyraveginn en loka þarf aftur í tvo daga þegar gatnamótin verða malbikuð,“ segir Jón Tryggvi Guðmundsson, framkvæmda- og veitustjóri Árborgar.

Framkvæmdir við endurnýjun Kirkjuvegar munu halda áfram í sumar en áætlað er að verklok þar verði um mánaðamótin ágúst/september.

Fyrri greinNýr stigi opnaður við Gullfoss
Næsta greinViltu vita leyndarmál?