Vel heppnaður fjölskyldudagur

Á fjórða hundrað manns heimsóttu Jarðhitasýningu Orku náttúrunnar á vel heppnuðum fjölskyldudegi í Hellisheiðarvirkjun í dag.

Börn voru sérstaklega boðin velkomin á sýninguna og tóku þau þátt í skemmtilegum leikjum og fylgdust meðal annars með Vísinda Villa og Sveppa gera orku tengdar tilraunir. Að því búnu var sérstök leiðsögn fyrir börn um Jarðhitasýninguna, sem er hin umfangsmesta hér á landi um nýtingu á jarðhita.

Jarðhitasýningin hefur verið rekin í Hellisheiðarvirkjun síðan árið 2006 og hefur hún mikið aðdráttarafl meðal ferðafólks og eru gestir hartnær hundrað þúsund á ári.

Fleira var í boði á fjölskyldudeginum í dag, kynningar á uppbyggingu innviða fyrir rafbíla, uppgræðslu á Hellisheiði og hvernig gufu úr iðrum jarðar er breytt í rafmagn og heitt vatn í virkjuninni.


Sveppi og Villi skemmta gestum í Hellisheiðarvirkjun. Ljósmynd/Mummi Lú

Fyrri greinSterkur sigur á útivelli
Næsta grein„Jóga-helgi með útilegu sjarma”