Selfyssingar fá 15 milljónir úr Mannvirkjasjóði

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Stefnt er að því að byggja rúmlega 3.000 fermetra stálgrindarhús með tvöföldum dúk.

Knattspyrnudeild Selfoss hefur fengið úthlutað 15 milljónum króna úr Mannvirkjasjóði KSÍ til framkvæmda við knattspyrnuhús á Selfossi.

Samtals var úthlutað rúmum 170 milljónum króna úr Mannvirkjasjóði KSÍ í lok apríl og voru hæstu styrkirnir 15 milljónir króna.

Styrkurinn verður greiddur út þegar framkvæmdum er lokið en vilyrði fyrir styrkveitingunni er háð því að framkvæmdum sé lokið fyrir 31. desember næstkomandi.

Að sögn Adólfs Bragasonar, formanns knattspyrnudeildar Selfoss, er stefnt að því að byggja rúmlega 3.000 fermetra hús á íþróttasvæðinu við Engjaveg. Áætlaður kostnaður við bygginguna er um 250 milljónir króna.

Knattspyrnudeildin hefur unnið náið að málinu með bæjaryfirvöldum en málið hefur verið í umræðuferli innan bæjarstjórnar Árborgar síðan í desember. Að sögn Adólfs bíður knattspyrnudeildin enn eftir svörum frá bæjaryfirvöldum um framhald málsins.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti