Dagbók lögreglu: Sextán ára undir stýri

Í síðustu viku voru skráð 223 verkefni hjá lögreglunni á Suðurlandi. Fjórar kærur bárust vegna þjófnaða úr verslunum á Selfossi. Fimm ofbeldismál milli tengdra aðila komu til kasta lögreglu um helgina og síðustu viku.

Vettvangar voru ýmist heimili, sumarbústaður og hótel.

Sex ökutæki voru tekin úr umferð vegna vanrækslu á vátryggingaskyldu og forráðamönnum verður gert að greiða 30 þúsund króna sekt. Sextán ára drengur var kærður fyrir að aka án réttinda bifreið á Selfossi. Þá var 31 ökumaður kærður fyrir hraðakstur.

Fyrri greinKærður fyrir utanvegaakstur í Hellisskógi
Næsta greinForðuðu logandi grilli frá húsinu