Viðar Örn gaf Sunnulækjarskóla bolta

Sunnulækjarskóla á Selfossi barst á dögunum góð gjöf frá fótboltahetjunni Viðari Erni Kjartanssyni, leikmanni íslenska landsliðsins og ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv.

Það voru að sjálfsögðu fótboltar og körfuboltar sem koma að góðum notum núna á fyrstu sumardögum.

„Hann Kjartan Björn, sem vinnur í skólanum hafði samband við mig vegna þess að boltarnir sem skólinn var með voru orðnir frekar daprir. Hann spurði hvort ég vildi ekki hjálpa til með því að græja nýja bolta og ég var að sjálfsögðu til í það,“ sagði Viðar Örn í samtali við sunnlenska.is.

Nemendur og starfsfólk Sunnulækjarskóla vill koma á framfæri þakklæti til Viðars fyrir stuðninginn.

Fyrri greinHamar og Ægir áfram í bikarnum
Næsta greinSelfoss í úrslit umspilsins