Suðaustan stormur með slæmu ferðaveðri

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Á Hellisheiði. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Styrmir Grétarsson

Gert er ráð fyrir suðaustan stormi suðvestan- og vestanlands á morgun, mánudag, með snjókomu og slæmu ferðaveðri á heiðavegum.

Fram eftir páskadegi verður hæglætisveður og léttskýjað sunnan- og vestanlands. Í nótt verður vaxandi suðaustanátt, 13-20 m/sek, og slydda eða snjókoma í fyrramálið, fyrst vestantil, en 18-25 kringum hádegi, og sums staðar 28 við fjöll. Fer síðan yfir í slyddu eða rigningu með kvöldinu.

Vegagerðin gerir ráð fyrir að á Hellisheiði fari að snjóa á milli kl. 9 og 10 í fyrramálið. Hvessir og frá því um hádegi verður hríðarveður og lítið skyggni á háheiðinni fram undir kvöld, en hlánar síðan.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti