Kristján, Smári og Þorsteinn heiðraðir

Leturstærð: Decrease font Enlarge font
image Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri búnaðar-sambandsins, ásamt þeim Smára og Þorsteini. Ljósmynd/BSSL

Á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands sem haldinn var að Félagslundi Flóa í vikunni var þremur starfsmönnum búnaðarsambandsins veitt viðurkenning fyrir langa og farsæla stafsævi.

Þetta eru þeir Kristján Bjarndal Jónsson fyrir 43 ára starf sem jarðræktarráðunautur. Kristján er erlendis og gat ekki tekið við viðurkenningunni. Smári Tómasson fyrir 42 ára starf sem frjótækni og Þorsteinn Ólafsson dýralæknir fyrir 31 árs starf að frjósemi nautgripa og sauðfjár.

Aðalfundur sambandsins sá 109. heppnaðist vel enda góð aðstaða til fundahalda í Félagslundi og veitingar kvenfélagsins með því besta sem gerist. Alls mættu 40 fulltrúar af þeim 47 fulltrúum sem seturétt hafa.

Fyrir utan hefðbundinn aðalfundarstörf flutti Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ ávarp og Sigurður Loftsson formaður Nautís sagði frá stöðu mála við uppbyggingu einangrunarstöðvarinnar á Stóra Ármóti. Kosið var um tvo fulltrúa í stjórn úr Árnessýslu. Gunnar Kr. Eiríksson og Helgi Eggertsson voru kosnir til næstu þriggja ára og til vara Þórunn Andrésdóttir og Ragnar F. Sigurðsson.

  • email Senda frétt
  • print Prentvæn útgáfa
  • Plain text Einfaldur texti