Eldur í bíl á Þórsmerkurvegi

Um þrjúleytið á föstudag var tilkynnt um eld í jeppabifreið á Þórsmerkurvegi við Gígjökul. Þar var á ferð íslenskur ökuleiðsögumaður með fjóra unga Þjóðverja.

Slökkvilið fór á vettvang og slökkti eldinn í bílnum sem þá var að mestu brunninn. Þarna var um að ræða vel tækjum búinn breyttan jeppa sem er ónýtur efir brunann.

Ökumanni tókst með snarræði að bjarga farangri og öðrum lausamunum frá eldinum.

Einhver mengun á jarðvegi var talin hafa hlotist af brunanum og til að láta náttúruna njóta vafans kom byggingafulltrúi sveitarfélagsins því til leiðar að framkvæma jarðvegsskipti og ganga frá vettvangi þegar í stað svo sómi væri af.

Fyrri greinNafn drengsins sem lést
Næsta greinSparkaði í andlit lögreglumanns