Eldur í iðnaðarhúsnæði á Selfossi

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu á Selfossi var kallað út klukkan tvö í dag eftir að eldur kviknaði í útvegg í iðnaðarhúsnæði við Austurveg.

Enginn eldur var í veggnum þegar slökkviliðið kom á vettvang en reykur og mikill hiti var í veggnum. Slökkviliðsmenn opnuðu vegginn til að fullvissa sig um að ekki reyndist eldur eða glóð bakvið klæðningu.

Lítið tjón varð af eldinum en Lögreglan á Suðurlandi rannsakar upptök hans.

Fyrri greinFyrsti sigur Selfoss í Lengjunni
Næsta greinHamar vann Suðurlandsslaginn