Stofnfundur hollvinasamtaka um menningarsalinn

Stofnfundur Hollvinasamtaka um menningarsal Suðurlands verður haldinn á Gullbarnum á Hótel Selfossi fimmtudaginn 30. mars kl. 18:30.

Menningarsalurinn í Hótel Selfossi hefur staðið fokheldur frá árinu 1972 en salurinn er í eigu Sveitarfélagsins Árborgar í dag.

Á fundinum á fimmtudaginn mun Bergsveinn Theódórsson, fulltrúi áhugahóps um menningarsal Suðurlands, mun segja nokkur orð um mikilvægi salarins fyrir sunnlendinga og Sveinn Ægir Birgisson, frá ungmennaráði Árborgar, mun ræða um menningarsalinn út frá sjónarhóli ungs fólks.

Þá mun Kjartan Björnsson, formaður íþrótta og menningarnefndar Árborgar, fara yfir möguleika á uppbyggingu salarins og að lokum mun Ari Guðmundsson frá Verkís mun kynna niðurstöður hönnunar og kostnaðar á fundinum.

Allir áhugamenn um listir og menningu á Suðurlandi eru hvattir til að mæta.

Fyrri grein„Búin að vera lokuð inni á hóteli í rafmagnsleysi í 40 klukkutíma“
Næsta grein„Þetta var erfið fæðing“