Brotist inn í tvö sumarhús við Laugarvatn

Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu í liðinni viku um innbrot í sumarbústað við Laugarvatn og þjófnað á verkfærum.

Farið var um nágrenni þess bústaðar til að athuga hvort brotist hafi verið inn í fleiri hús. Í ljós kom að farið hafði verið inn í einn bústað til viðbótar. Talið er að innbrotin hafi átt sér stað á tímabilinu frá 16. til 21. mars.

Aðfaranótt miðvikudags var brotist inn í gám á Þingvöllum og úr honum stolið nokkuð af ýmsum verkfærum. Gámurinn er í eigu Ræktunarsambands Flóa og Skeiða sem er að bora eftir vatni á svæðinu.

Fyrri greinKastaðist út úr bílnum og fótbrotnaði
Næsta greinRagnheiður valin íþróttamaður ársins