Fjórir með réttarstöðu sakbornings

Fjórir fangaverðir hafa réttarstöðu sakbornings vegna atviks á Litla Hrauni í byrjun árs og er til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi.

Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu RÚV. Fangelsismálastofnun sjálf tilkynnti málið til lögreglu.

Oddur segir að einn þessara fangavarða hafi réttarstöðu sakbornings vegna framgöngu sinnar við fanga sem kveikt hafði í í fangaklefa sínum. Hinir þrír vegna rannsóknar lögreglu á því hvort þeir hafi brotið gegn starfsskyldum sínum með því að tilkynna ekki um málið til yfirmanna sinna.

Páll Winkel, fangelsismálastjóri, staðfestir í samtali við fréttastofu að upp hafi komið mál í fangelsinu sem hafi verið þess eðlis að fangelsismálastofnun hafi talið rétt að tilkynna það til lögreglu. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Frétt RÚV

Fyrri greinHvergerðingar komnir í keppnisskap
Næsta greinEnn eitt tapið hjá Mílunni