Rannsókn lokið og gæsluvarðhald framlengt

Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á meintu kynferðisbroti erlends manns gegn þremur konum á hóteli á Hvolsvelli þann 13. febrúar sl. er nú lokið og hafa málsgögn verið afhent héraðssaksóknara til meðferðar.

Enn er þó beðið niðurstaðna vegna DNA rannsókna í málinu.

Gæsluvarðhald mannsins var framlengt síðastliðinn föstudag í fjórar vikur og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu með úrskurði sínum í dag.

Fyrri greinKonungur ljónanna í Aratungu
Næsta greinSelfoss á toppinn eftir sigur á ÍBV