Þjótandi bauð lægst í Langholtsveg

Þjótandi ehf. á hellu bauð lægst í endurbætur á 5,3 km kafla á Langholtsvegi í Hrunamannahreppi sem vinna á í sumar.

Tilboð Þjótanda hljóðaði upp á tæpar 198,7 milljónir króna og var rúmum 681 þúsund krónum yfir áætluðum verktakakostnaði sem var 198,0 milljónir króna.

Borgarverk bauð rúmar 281,8 milljónir króna í verkið og Vörubifreiðastjórafélagið Mjölnir rúmlega 324,1 milljón króna.

Um er að ræða endurbætur á 5,3 km Langholtsvegar, frá slitlagsenda við Flúðir og suður fyrir sumarhúsahverfið Heiðarbyggð. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. september næstkomandi.

Fyrri greinSunnlendingar komnir yfir 21 þúsund
Næsta grein„Fólki líkar vel að búa hérna“