Silfru lokað tímabundið

Þjóðgarðurinn á Þingvöllum hefur, að höfðu samráði við Samgöngustofu og lögregluyfirvöld, ákveðið að loka Silfru tímabundið fyrir köfurum vegna alvarlegra slysa sem orðið hafa við köfun og yfirborðsköfun í gjánni.

Lokunin gildir frá kl. 9:00 laugardaginn 11. mars til kl. 8:00 mánudaginn 13. mars.

Innan þess tíma sem lokunin gildir verður farið yfir verklag rekstraraðila og reglur sem gilda um þá sem stunda köfun og yfirborðsköfun í gjánni.

Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu þjóðgarðsins.

Á síðustu sjö árum hafa orðið tíu al­var­leg slys í Silfru, þar af fimm bana­slys. Nú síðast í gær þar sem erlendur karlmaður á sjötugsaldri lést eftir yfirborðsköfun í gjánni.

Fyrri greinFSu hafði betur í Suðurlandsslagnum
Næsta greinJón Jónsson sæmdur gullmerki HSK