Endurnýja samning um öryggismál

Brunavarnir Árnessýslu, Landsvirkjun og Landsnet undirrituðu í gær endurnýjaðan samstarfssamning til þriggja ára.

Samningurinn felur í sér sameiginlegar æfingar varðandi útkalls- og öryggismál í virkjunum sýslunnar.

Í tilkynningu frá Brunavörnum Árnessýslu segir að einstaklega gott og ánægjulegt samstarf hafi verið á milli þessara aðila á undanförnum árum og afar ánægjulegt sé að það muni halda áfram næstu þrjú árin, að minnsta kosti.

Fyrri greinBoltaballið – Þau skora á þig að mæta
Næsta greinLárus sæmdur gullmerki