Björgunarsveitir aðstoða ökumenn

Björgunarsveitir Landsbjargar í Vík, á Kirkjubæjarklaustri, í Öræfum og frá Höfn hafa í morgun verið að aðstoða ferðafólk vegna ófærðar á Suðurlandi austanverðu.

Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á því að nú ríkir sannkallað vetrarveður á vegum austantil í umdæminu. Þannig er leiðin frá Kirkjubæjarklaustri að Skeiðarársandi ófær og samkvæmt upplýsingum frá heimamönnum í Öræfum eru ekkert ferðaveður þar eins og sakir standa.

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka, hálkublettir og snjóþekja er á flestum leiðum á Suðurlandi. Snjóþekja og skafrenningur er víða með Suðausturströndinni. Ófært er á frá Kirkjubæjarklaustri að Gígjukvísl en unnið er að hreinsun.

Fyrri greinJón fékk tíunda Land Cruiserinn afhentan
Næsta greinGamli svarti kötturinn…