Rekstri Fákasels hætt

Rekstri Fáka­sels á Ingólfshvoli í Ölfusi hef­ur verið hætt. Þar gátu ferðamenn fengið að kynn­ast ís­lenska hest­in­um í ná­vígi en einnig er veit­ingastaður auk versl­un­ar á Fáka­seli.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Hestaleikhúsið í Fákaseli hefur verið starfrækt í rúm þrjú ár en síðasti hóp­ur­inn af er­lend­um ferðamönn­um sótti staðinn heim á miðviku­dag­inn í síðustu viku.

„Rekst­ur­inn hef­ur ekki gengið sem skyldi. Það er fyr­ir­séð að það verður tap á þess­ari fjár­fest­ingu en hversu mikið vit­um við ekki enn,“ seg­ir Helgi Júlí­us­son, einn stjórn­ar­manna Fáka­sels ehf, í samtali við Morgunblaðið.

Veru­legt tap hef­ur verið á rekstr­in­um frá því hann hófst 1. fe­brú­ar árið 2014 og ekki eins marg­ir gest­ir sótt Fáka­sel heim eins og ráðgert var í upp­hafi.

Um 10 stöðugildi starfs­manna voru í Fáka­seli ehf.

Frétt Morgunblaðsins

Fyrri greinEistnaflug fékk Eyrarrósina
Næsta greinKomið í veg fyrir umhverfisspjöll við Gullfoss