Nafn mannsins sem fannst látinn

Maðurinn sem fannst látinn við Heiðarveg á Selfossi þann 9. febrúar sl. hét Jerzy Krzysztof Mateuszek og var fæddur árið 1972.

Hann var með pólskt ríkisfang, skráður til heimilis í Reykjavík.

Bráðabirgðaniðurstaða úr krufningu á líki hans liggur nú fyrir. Dánarorsökin er af náttúrulegum orsökum og ekki grunur um að refsiverð háttsemi tengist því á neinn hátt.

Þá liggur fyrir niðurstaða úr krufningu á líki bandarísks karlmanns á sjötugs aldri sem lést við yfirborðsköfun í Silfru síðastliðinn sunnudag. Þar er um drukknun að ræða.

Fyrri greinGuðmundur til Norrköping
Næsta greinGæsluvarðhald framlengt – braut gegn þremur konum