Ökumaðurinn klipptur út úr bílnum

Tveir voru flutt­ir á sjúkra­hús, ann­ar á Sel­foss en hinn á Land­spít­ala, eft­ir að bif­reið fór út af Suður­lands­vegi skammt frá Rauðalæk um tíu leytið í morg­un.

Morgunblaðið greinir frá þessu.

Ökumaður­inn var fast­ur inni í bif­reiðinni og þurfti lög­regla að beita klipp­um við að ná hon­um út, að sögn varðstjóra í lög­regl­unni á Hvols­velli. Ekki er vitað hvað olli því að ökumaður­inn missti stjórn á bif­reiðinni en ekki er hálka á þess­um slóðum enda fimm stiga hiti á þess­um slóðum. Bif­reiðin er gjör­ónýt eft­ir slysið.

Fyrri greinKarlmaður dæmdur í gæsluvarðhald
Næsta greinLífland opnar á Hvolsvelli