Formannsskipti hjá Framsóknarfélaginu

Aðalfundur Framsóknarfélags Hveragerðis var haldinn í síðustu viku á neðri hæð Hótel Arkar. Kosið var í nýja stjórn á fundinum en Guðmundur Guðmundsson lét af formennsku hjá félaginu.

Fundarstjóri var Garðar Rúnar Árnason og fyrir fundi lágu venjubundinn aðalstörf auk kosningu stjórnar. Guðmundur, fráfarandi formaður, fór yfir starf félagsins á liðnu ári og lagði fram reikninga félagsins, að því loknu var gengið til kosninga í fimm manna stjórn.

Daði Steinn Arnarson var kosinn formaður, Sigurbjörg Sara Sveinsdóttir gjaldkeri og Svavar Kristinsson ritari. Guðmundur, fyrrverandi formaður, var kosinn meðstjórnandi ásamt Margréti Rúnarsdóttur.

Að lokinni kosningu voru önnur mál þar sem Garðar fór yfir helstu mál sem hafa verið á borði bæjarstjórnar síðastliðið ár og í lok fundar voru Guðmundi þökkuð vel unnin störf eftir að hafa setið sem formaður undanfarinn áratug.

Fyrri greinSlökkviliðsmenn skoðuðu SS á Selfossi
Næsta greinÚttekt á fjar­skipt­um við Kötlu