Hugur íbúa til sameiningar kannaður

Nú stendur yfir vinna við greiningu á kostum og göllum þess að sameina Skaftárhrepp, Sveitarfélagið Hornafjörð og Djúpavogshrepp í eitt sveitarfélag.

Verkefninu er stýrt af ráðgjafarsviði KPMG og í framhaldi af þessari vinnu fer fram umræða innan sveitarstjórna sveitarfélaganna um tillöguna.

Nú stendur yfir skoðanakönnun þar sem hugur íbúa til sameiningarinnar er kannaður.

Í könnuninni er meðal annars spurt hvað íbúum finnst einkenna sitt íbúasvæði í dag og hverjir kostir og veikleikar viðkomandi sveitarfélags séu. Einnig eru íbúarnir spurðir að því hvaða kosti og veikleika þeir sjá við sameiningu sveitarfélaganna þriggja.

Síðar í greiningarferlinu verður boðað til íbúafunda þar sem farið verður nánar út í þá þætti sem skipta íbúa hvað mestu máli í framtíðinni.

Fyrri greinFundi með Loga frestað
Næsta greinGríðarlegt þrumuveður á Suðurlandi