Flóttafólk boðið velkomið – börnin fá að æfa íþróttir frítt

Aðalstjórnir Ungmennafélags Selfoss og Íþróttafélagsins Hamars í Hveragerði hafa ákveðið að bjóða börnum og unglingum í hópi flóttafjölskyldnanna sem fluttu í bæina í vikunni að æfa endurgjaldslaust hjá félögunum árið 2017.

Þrjár fjölskyldur munu flytja í Hveragerði og á Selfoss og eru tvær þeirra komnar til landsins. Fimmtán börn og unglingar eru í hópnum.

Með þessu vonast íþróttafélögin til þess að framtakið hjálpi ungmennunum að aðlagast nýjum aðstæðum og nái sterkri fótfestu í samfélaginu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að íþróttaiðkun er talin jákvæð leið fyrir ungmenni til að efla andlega vellíðan sína og mynda ný vináttutengsl og er ekki síst mikilvæg fyrir börn innflytjenda.

Fyrri greinHvorugt liðið hyggst leggja fram kæru
Næsta greinMilljónamiði á Selfossi