Árborg vill stuðning í Útsvarinu

Lið Árborgar mætir liði Grindavíkur í næstu umferð spurningaleiksins Útsvars á RÚV á morgun, föstudagskvöld kl. 20:00.

Í liði Árborgar eru þau Herborg Pálsdóttir, Gísli Stefánsson og Gísli Þór Axelsson.

Íbúar Árborgar eru hvattir til að fjölmenna í sjónvarpssal og hvetja liðið áfram. Þeir sem hafa áhuga á að mæta í sjónvarpssal geta mætt upp í RÚV að Efstaleiti 1, 150 Reykjavík um kl. 19:30 á föstudag. Gengið er inn um aðalinngang og að Markúsartorgi.

Liði Árborgar gekk mjög vel í keppninni í fyrra en þá komst það í undanúrslit en tapaði þar naumlega 72-71 fyrir Reykjavík. Liðið stefnirauðvitað á sigur í ár en til þess þarf stuðning í salinn og því um að gera að skella sér í borgarferð á föstudaginn og upplifa þáttinn beint úr sjónvarpssal.

Fyrri greinEldur í strætó
Næsta greinBæjarráð samþykkir úttekt á gólfinu í Iðu