Sólveig ráðinn verkefnisstjóri vegna móttöku flóttamanna

Sólveig Björk Sveinbjörnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri vegna móttöku flóttamanna í Árborg og Hveragerði. Umsækjendur voru 27 talsins.

Um tímabundna ráðningu er að ræða til eins árs. Starfið verður 100% fyrstu 6 mánuði ársins og 75% síðari 6 mánuði ársins 2017.

Sólveig Björk er félagsráðgjafi með meistarapróf í alþjóðasamskiptum/friðar og átakafræðum. Hún hefur m.a. komið að mótun og framkvæmd neyðaraðstoðar fyrir flóttamenn á alþjóðavettvangi. Árin 2007-2014 vann hún hjá alþjóðastofnunum, þar sem störf hennar hafa snúið að hjálparstarfi og neyðaraðstoð á átaka og hamfarasvæðum. Sólveig Björk hefur m.a. starfað og búið í Sýrlandi en þar starfaði hún hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Síðastliðin tvö ár hefur Sólveig Björk starfað sem verkefnisstjóri í þjónustu og ráðgjöf fyrir hælisleitendur og stuðning og ráðgjöf fyrir flóttamenn sem fengið hafa stöðu og mannúðarleyfi.

Hópur flóttamanna, um tuttugu manns, er væntanlegur til Árborgar og Hveragerðis í lok janúar og samkvæmt upplýsingum frá Guðlaugu Jónu Hilmarsdóttir, félagsmálastjóra Árborgar, er búið að útvega hópnum húsnæði.

Fyrri greinBæjarráð vill flýta byggingu og stækka hjúkrunarheimilið á Selfossi
Næsta greinValsmenn voru sterkari í lokin