Leitað að fólki á Langjökli

Björgunarsveitafólk af Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út um miðjan dag í dag til leitar að tveimur einstaklingum á vélsleða á Langjökli.

Fólkið var í skipulagðri vélsleðaferð frá Skálpanesi en varð viðskila við hópinn og skilaði sér ekki af jöklinum.

Gert er ráð fyrir að fyrstu björgunarsveitamennirnir verði komnir á leitarsvæðið uppúr klukkan 17:00 en á sjöunda tug björgunarsveitamanna er á leið til leitar með vélsleða og snjóbíla.

Fyrri greinHSU byrjar nýtt ár án greiðsluhalla gagnvart Ríkissjóði
Næsta greinSelfoss í 3. sæti á Norden Cup