Áramótabrennur á Suðurlandi

Áramótabrenna á Selfossi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fjöldi áramótabrenna verða á Suðurlandi á gamlársdag, eða gamlárskvöld. Sunnlenska.is hefur frétt af að minnsta kosti fjórtán brennum.

Í Vík verður brenna á eystri bakka við Víkurá kl. 21:00 og á sama tíma verður verður brenna við gámasvæðið á Stjórnarsandi í Skaftárhreppi.

Í Rangárþingi ytra verður brenna á Gaddstaðaflötum vði Hellu kl. 17:00 og á sama tíma verður brenna í Þykkvabænum.

Á Flúðum verður brenna við tjaldsvæðið kl. 20:30 og á sama tíma verður brenna við Brautarhól í Reykholti kl. 20:30 og við Höfðaveg í Laugarási. Þá verður brenna við við Hrísholt á Laugarvatni kl. 21:30,

Við Borg í Grímsnesi verður brenna kl. 20:30.

Í Árborg verður brenna á gámasvæðinu Víkurheiði kl. 16:30 og kl. 20:00 við Hafnarbrú á Eyrarbakka og við Arnhólma á Stokkseyri.

Í Ölfusi verður brenna við enda Óseyrarbrautar kl. 17:00 og í Hveragerði verður brenna við Þverbrekku kl. 20:30.

Fyrri greinMest lesnu fréttir ársins 2016
Næsta greinByggingu hjúkrunarheimilis á Selfossi miðar samkvæmt áætlun