Hellisheiði lokuð til vesturs

Hellisheiði er lokuð til vesturs í augnablikið vegna umferðaróhapps en er opin til austurs. Vonast er til að heiðin opnist aftur fljótlega. Fært er um Þrengslin.

Það hefur snjóað mikið syðst á landinu og orðið er ófært á Reynisfjalli og austur að Klaustri en annars er víðast hvar hálka eða snjóþekja á Suðurlandi.

Í kvöld gengur í hvassa suðaustanátt með slyddu eða rigningu á láglendi en snjókomu til fjalla þ.m.t. Hellisheiði, Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði. Það hvessir áfram í nótt og í fyrramálið má búast við suðaustan 18-25 m/s og snörpum vindhiðum víða bæði sunnanlands og vestan.

Fyrri greinMannlaus rúta brann í Mýrdalnum
Næsta greinÞyrla flutti sjúkling yfir Heiðina