Löng vakt hjá björgunarsveitunum í nótt

Björg­un­ar­sveit­ir voru kallaðar út um miðnætti í gær­kvöldi til að aðstoða ökumenn sem voru í vandræðum á Hellisheiði og Þrengslum. Þessum leiðum var lokað fyrir á sama tíma.

„Það var komið af­taka­veður og skóf fljótt í skafla þannig að það þótti rétt að kalla út björg­un­ar­sveit­ir til að hjálpa fólki,“ seg­ir Þor­steinn G. Gunn­ars­son, upp­lýs­inga­full­trúi Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, í samtali við mbl.is. Um 24 björg­un­ar­sveit­ar­menn tóku þátt í aðgerðum í nótt og var vakt­in löng og er­il­söm.

Þorsteinn segir að aðstæður hafi verið sér­stak­lega erfiðar í Kömb­un­um og í Þrengsl­um en þar varð tveggja bíla árekst­ur. Björg­un­ar­sveit­in aðstoðaði farþeg­ana við að koma sér sér niður af heiðinni og sinnti einnig bíl­um sem þar sátu fast­ir. Í nótt aðstoðaði björg­un­ar­sveit­in Vega­gerðina síðan við að færa til bíla á heiðinni til að auðvelda snjóruðning.

„Það var búið að opna Hell­is­heiðina laust fyr­ir klukk­an átta og Þrengsl­in upp úr hálf­níu. Síðasta björg­un­ar­sveitar­fólk var komið heim til sín upp úr níu í morg­un,“ seg­ir Þor­steinn.

Lögreglan beinir þeim tilmælum til vegfarenda að gefa sér tíma til ferðalaga og fara ekki af stað á vanbúnum bifreiðum.

Í dag verður víða þokkalegasta veður fram eftir degi en vaxandi suðaustanátt með slyddu og síðan rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu síðdegis. Búast má við snjókomu á Hellisheiði, Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði síðdegis og fram á kvöld.

Frétt mbl.is

Fyrri greinÞriggja bíla árekstur við Vík
Næsta greinMannlaus rúta brann í Mýrdalnum