„Bílbeltanotkun ekki í hávegum höfð“

Tvö um­ferðaró­höpp urðu í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Suður­landi fyrr í dag. Einn ökumaður missti stjórn á bíl sín­um og rann út í vegrið á Kömb­un­um.

Að sögn lög­reglu er bíll­inn óöku­fær en eng­in slys urðu þó á fólki.

mbl.is greinir frá þessu

Við Rauðalæk fór bíll út af og lenti á hlið ofan í skurði. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Suður­landi urðu eng­in slys urðu á fólki en fimm er­lend­ir ferðamenn voru í bíln­um.

Talið að or­sök velt­unn­ar megi rekja til hraðakst­urs. Þá tel­ur lög­regla það mikla mildi að ekki fór verr „þar sem bíl­belta­notk­un virðist ekki hafa verið í há­veg­um höfð,“ eins og lögreglan orðaði það í samtali við mbl.is.

Fyrri greinGleðileg jól!
Næsta greinTugir ökumanna í vandræðum á Reynisfjalli