Rafmagnslaust í Mýrdalnum

Sunnlenskar rafmagnslínur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rafmagnslaust hefur verið í Vík og í Mýrdalnum síðan klukkan 16:16 í dag þegar raflínan milli Holts og Víkur sló út.

Samkvæmt upplýsingum frá Rarik er unnið að viðgerð og að koma rafmagni á með díselvélum.

UPPFÆRT KL. 19:24: Rafmagn er komið á í Vík og í Mýrdal.

Fyrri greinÓskar og Filip fengu veglega jólagjöf
Næsta greinKeppt í formum, bardaga og þrautabraut