Ingibjörg kvödd eftir farsælt starf

Kveðjuhóf til heiðurs Ingibjörgu Stefánsdóttur, leikskólastjóra, var haldið í Ráðhúsi Árborgar miðvikudaginn 12. október sl. Ingibjörg átti langt og farsælt starf í leikskólanum Álfheimum og áður í leikskólanum Glaðheimum.

Ásta Stefánsdóttir þakkaði Ingibjörgu framlag hennar til leikskólamála sveitarfélagsins og færði henni gjöf frá Árborg en Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri sá um veislustjórn.

Þá ávörpuðu samkomuna þær Ásthildur Bjarnadóttir, sérkennslufulltrúi, Kristrún Hafliðadóttir, leikskólastjóri Hulduheima, og Kristín Eiríksdóttir, leikskólastjóri Árbæjar, og kom margt fróðlegt og skemmtilegt fram í tölu þeirra.

Kristín Þóra Albertsdóttir, sem bæði hefur verið nemandi og starfsmaður hjá Ingibjörgu, flutti þakkarorð, spilaði á gítar og söng þar sem allir tóku vel undir. Þá flutti Lísbet Nílsdóttir, leikskólakennari, þakkarorð, Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir las ljóð og Rós Ingadóttir, kennari, sagði nokkur orð. Sönghópur Álfheima tróð upp með rödduðum söng undir stjórn Guðnýjar Birgisdóttur, leikskólakennara.

Ingibjörg endaði svo samkomuna sjálf með þakkarávarpi.

Fyrri greinArnar Páll: Viðreisn unga fólksins, Viðreisn okkar allra
Næsta greinHvessir aftur í kvöld