Gervigrasinu skipt út í Hveragerði

Undanfarið hafa starfsmenn fyrirtækisins Altis ehf unnið að því að skipta út gervigrasinu á sparkvellinum við grunnskólann í Hveragerði en eldra gras var bæði orðið lélegt

Einnig var það með svart gúmmí í fyllingu sem æskilegt var talið að losna við. Bæjarstjórn tók ákvörðun um að bregðast strax við þeirri umræðu sem spannst um svarta gúmmíkurlið og setti endurnýjun gervigrassins á fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.

Er hið nýja gras af nýrri kynslóð, í því er ekkert gúmmíkurl en í stað þess liggur mýktin í undirlaginu sem er af sérstakri gerð. Kostnaður við endurnýjun á gervigrasinu við grunnskólann nemur um 5 mkr.

Ekki er þörf á því að skipta út gervigrasinu í Hamarshöllinni en þar er notuð önnur tegund af kurli sem uppfyllir kröfur um gæði.

Fyrri greinKristín Trausta: Samgöngur
Næsta greinStokkseyrarkirkja 130 ára