Meira en þrjátíu starfsmönnum Frostfisks sagt upp

Tug­um starfs­manna var sagt upp störf­um hjá fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­inu Frost­fiski í Þor­láks­höfn í gær. Frost­fisk­ur sé fjöl­menn­asta fisk­vinnslu­fyr­ir­tækið í Þor­láks­höfn og kaup­ir all­an sinn fisk á mörkuðum.

Greint var frá þessu á vef Hafn­ar­frétta en Stein­grím­ur Leifs­son, for­stjóri Frost­fisks, staðfest­ir í sam­tali við mbl.is að 33-34 starfs­mönn­um hafi verið sagt upp.

„Þetta er nú bara vegna þess að ís­lenska krón­an er svo sterk og við miss­um bara mjög mikið af okk­ar tekj­um og þurf­um að aðlaga okk­ar rekst­ur að því,“ seg­ir Stein­grím­ur, spurður um ástæður upp­sagn­anna.

„Við erum bara svona að draga sam­an segl­in og eft­ir þess­ar breyt­ing­ar verða 75 manns starf­andi í Þor­láks­höfn,“ seg­ir Stein­grím­ur en fyr­ir­tækið mun fækka lín­um og minnka fram­leiðslu meðan krón­an er svo sterk.

Frétt Hafnarfrétta

Frétt mbl.is

Fyrri greinTvö rauð á Míluna í tapleik
Næsta greinFimm lykilmenn framlengja um þrjú ár