Jóna Sólveig kosin varaformaður Viðreisnar

Jóna Sólveig Elínardóttir oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi var kjörin varaformaður flokksins á flokksþingi Viðreisnar sem fram fór í Hörpu í dag.

Benedikt Jóhannesson, oddviti flokksins í Norðaustur kjördæmi og formaður, var endurkjörinn.

Áherslur flokksins inn í komandi kosningabaráttu voru myndaðar í öllum málaflokkum og níu frambjóðendur tóku máls og héldu ræðu um helstu stefnumál Viðreisnar í komandi kosningum.

Jóna Sólveig tók fyrir atvinnumál þar sem hún ræddi um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál en einnig hversu mikilvæg ferðaþjónustan er okkar samfélagi.

„Við erum komin á þann stað að ferðaþjónustan þarf að fá þann sess sem henni ber sem einn af grunnatvinnuvegunum á Íslandi. Við verðum að halda vel utan um greinina og þá aðila sem þjónusta gestina okkar,” sagði Jóna Sólveig.

Fyrri greinÖruggt hjá Selfyssingum í lokaumferðinni
Næsta greinAtli skoraði 11 mörk í sigurleik