Enn leitað að nýjum stjórnanda

Lúðrasveit Þorlákshafnar leitar að stjórnanda fyrir komandi komandi vetur en Robert Darling, fyrrum stjórnandi lét af störfum í vor eftir að hafa stjórnað sveitinni í 32 ár.

Enn hefur enginn stjórnandi fundist en rætt hefur verið við nokkra aðila, án árangurs að því er heimildir Sunnlenska segja.

Þá hefur einnig verið auglýst eftir stjórnanda með hjálp internetsins en það hefur heldur ekki borið árangur og stendur því leit Lúðrasveitarinnar enn yfir nú þegar stutt er í að starf vetrarins hefjist.

Fyrri greinEkki staldra lengi við Múlakvísl
Næsta greinViðar samdi við Maccabi Tel Aviv í Ísrael