Skoða einföldun gjaldtöku vegna íþróttastarfs barna

Eyrún B. Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar í Árborg lagði fram bókun á fundi bæjarráðs nýverið þar sem hún lýsti stuðningi og hvatningu

við hugmyndir um samstarf við íþróttafélög og fleiri aðila innan sveitarfélagsins um niðurgreiðslu æfingagjalda og einfaldara greiðslufyrirkomulag vegna þátttöku barna í íþróttum og öðru frístundastarfi.

Vísar bæjarfulltrúinn í svokallaða Grindavíkurleið, þar sem þessi leið er farin í þeirri viðleitni að auka íþróttaiðkun barna.

Í þessu felst að sveitarfélagið niðurgreiði æfingagjöld og í staðinn skuldbindur viðkomandi félag sig til að hafa samræmd gjöld á milli íþróttadeilda.

Í Grindavík var kostnaður á hvert barn 22.500 krónur, eða um 1.850 krónur á mánuði, og geta því börnin í raun æft allar þær íþróttir sem í boði eru.

Íþróttadeildir skipta svo með sér fjármunum í stað þess að keppa um krónur iðkenda. Með þessu geti börn fengið tækifæri til að reyna sig í fleiri íþróttagreinum.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinStyrkja ungu konuna sem lamaðist í slysi á Selfossi
Næsta greinÍBV vann Ragnarsmótið – Elvar og Sverrir verðlaunaðir