Einu prósenti munaði á Guðna og Höllu

Guðni Th. Jóhannesson fékk flest atkvæði forsetaframbjóðendanna í Suðurkjördæmi, en aðeins munaði einu prósenti á honum og Höllu Tómasdóttur.

Í Suðurkjördæmi voru 35.136 á kjörskrá. Alls greiddu 26.132 atkvæði, þannig að kjörsókn var 74,4 prósent.

Guðni fékk 9.041 atkvæði, eða 35,2% og Halla 8.801 atkvæði eða 34,2%.

Davíð Oddsson fékk 4.301 atkvæði eða 16,7% og fékk hvergi meiri stuðning en í Suðurkjördæmi.

Andri Snær Magnason fékk 1.885 atkvæði og 7,3% og Sturla Jónsson 1.305 atkvæði og 5,1%. Aðrir frambjóðendur fengu undir 1% atkvæða.

Fyrri greinRúta valt við Langasjó
Næsta greinÖlvaður með átján farþega