Sendibíll festist undir Ölfusárbrú

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu þurftu að beita klippum síðla dags í gær til þess að losa flutningabíl sem ekið hafði verið undir Ölfusárbrú með þeim afleiðingum að hann sat þar fastur.

Áður en tekið var til þess ráðs að klippa flutningskassa bifreiðarinnar var búið að reyna ýmsar hefðbundnari leiðir til losunnar en allt kom fyrir ekki.

Um klukkustund tók að losa bifreiðina sem er stórskemmd en engar skemmdir var að sjá á brúarmannvirkinu við fyrstu skoðun utan þess að málning skrapaðist af stálbitum brúarinnar þar sem bíll og brú mættust.

Fyrri greinRafmagnslaust á Stokkseyri aðfaranótt föstudags
Næsta greinLitlu mátti muna að verr færi