Bílvelta á Villingaholtsvegi

Lögregla, sjúkraflutningamenn og slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu á Selfossi voru kölluð út rétt fyrir klukkan þrjú í dag vegna bílveltu við Hlíðarbrún á Villingaholtsvegi.

Þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór tvær veltur og endaði á hjólunum utanvegar. Ekki þurfti að beita klippum við að ná ökumanni og farþega út en slökkviliðsmenn þurftu að fjarlægja girðingu sem bifreiðin lá þétt upp við til þess að aðstoða ökumanninn út.

Ökumaður og farþegi voru flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi til skoðunar.

Fyrri greinSuðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss
Næsta greinSamið um söfnun og nýtingu seyru