Tveir rútubílstjórar teknir án réttinda

Umferðardeild lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið við eftirlit vítt og breytt í liðinni viku. Tveir ökumenn hópflutningabíla voru meðal annars kærðir fyrir að hafa ekki full ökuréttindi til að aka slíkum ökutækjum.

Einn var kærður fyrir að aka án þess að hafa endurnýjað ökuskírteini sitt. Þá voru 37 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur. Flestir voru á bilinu 120 til 130 km/klst.

Í vikunni voru skráð nítján umferðaróhöpp og slys í umdæminu en engin alvarleg meiðsl hlutust.

Fyrri greinMeð kíló af kannabis í bílnum – Ræktað í Þorlákshöfn
Næsta greinMjólkursamsalan styrkir útgáfu á stórvirki Þórðar í Skógum