Berglög í Efri-Laugardælaeyju rannsökuð

Í vikunni hófu starfsmenn Vegagerðarinnar og Verkfræðistofunnar Eflu fyrstu skref í rannsóknum á berglögum í Efri-Laugardælaeyju á Ölfusá.

Starfsmenn Borgarverks lögðu veg niður að ánni svo hægt væri að koma pramma frá Árna Kópssyni á flot. Pramminn var hífður út í og hann ferjaði svo jarðbor út í eyjuna.

Ætlunin er að taka jarðvegssýni og fá úr því skorið hvort í eyjunni sé gegnheil klöpp sem er undirstaða þess að hægt sé að hafa þar brúarstólpa undir nýja brú yfir Ölfusá við Selfoss.

Óvíst er hvenær framkvæmdum lýkur.

Fyrri greinSelfoss tapaði í Grafarvogi
Næsta greinSandiford framlengir við Selfoss