Leitað að besta götugrillaranum

Annað árið í röð verður götugrillmeistari Íslands valinn á Kótelettuhátíðinni á Selfossi þann 13. júní. Skráning í keppnina er hafin.

Kótelettan krýnir Götugrillmeistara Íslands í samstarfi við Götugrill Securitas, Weber á Íslandi og Kjarnafæði.

Þetta er einföld og skemmtileg keppni þar sem átta keppendur keppa sín á milli í að grilla íslenskan mat á sjóðheitum kolagrillum á 30 mínútum. Vegleg verðlaun eru í boði Weber grill, kjöt, öryggispakki frá Securitas o.fl.

Skráning er hafin á grillmeistarinn@kotelettan.is en nánari upplýsingar um keppnina og reglur má finna á www.kotelettan.is.

Hér að neðan má sjá svipmyndir frá grillmeistarakeppninni á Kótelettunni í fyrra.

Fyrri greinLeikskólinn fékk þrjú þríhjól
Næsta greinÞrír sækja um sóknarprestsembætti og níu um embætti prests