Brotist inn í tvö fjölbýlishús á Selfossi

Um hvítasunnuhelgina fékk lögreglan á Suðurlandi ellefu tilkynningar um þjófnaði. Á Selfossi var brotist inn í tvö fjölbýlishús.

Par var handtekið og viðurkenndu þau innbrotið á annan staðinn.

Einnig var brotist inn í sumarbústaði í Bláskógabyggð og gám við íþróttavöllinn á Selfossi og úr honum stolið m.a. talstöðvum. Í því tilviki reyndust börn að verki. Barnaverndaryfirvöld fengu tilkynningu um það og vinna í málinu.

Fyrri grein2. flokkur byrjar vel
Næsta greinUngir drengir unnu talsvert tjón með skemmdarverkum